Tékkland

Það hefur aldeilis orðið breyting á lífinu okkar á aðeins nokkrum dögum! Hörður fékk símtal frá umbosðmanninum sínum á fimmtudaginn í þar síðustu viku eða 15. okt. Það var þá lið sem hafði áhuga á að fá Hörð til sín. Við vissum alltaf að þetta gæti komið upp, þá að eitthvað annað lið myndi kaupa Hörð út. Hann var með klásu í samningnum sínum í Grikklandi að fyrir ákveðna upphæð væri hægt að kaupa hann út.

Daginn eftir var hann búin að skrifa undir við liðið Nymburk í Tékklandi!! Hörður spilaði síðasta leikinn sinn fyrir Trikala á laugardeginum og við vorum flutt á mánudeginum með litlu búslóðina okkar!! Hörður spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir Nymburk á miðvikudeginum eða innan við viku frá símtalinu.

Lífið hérna í Tékklandi er ansi frábrugðið lífinu í Grikklandi! Þetta eru nánast tveir heimar. Hérna búum við í litlum smábæ rétt fyrir utan Nymburk í bæ sem heitir Padebrody. Við erum aðeins 40 mínútur að keyra til Prag sem er yndislegt. Í Grikklandi var hinsvegar allt í göngufæri og mun meira fyrir mig að gera á daginn meðan Hörður var á æfingu. Hörður mun einnig vera á svakalegum ferðalögum hérna þar sem liðið hans er að spila í 3 mismunandi deildum!!

Ég fór rúntinn minn um bæinn okkar í dag. Ég elska að fara ein á rúntinn og skoða betur borgina/bæinn sem við búum. Ég geri það yfirleitt þegar ég er ein heima eða Hörður á æfingu. Þá er enginn að bíða eftir mér og best er þegar lítil umferð er og ég get skoðað og stoppað þar sem ég vil. Bærinn okkar er roslega krúttlegur og mjög frábrugðin litla smábænum okkar í Þýskalandi. Fyrst þegar við komum hingað þá leið okkur pínu eins og að vera kominn aftur heim. Hérna eru sömu búðir og í Þýskalandi, og margt sem minnir mann á Þýskaland. Svo það var smá eins og að hafa verið í fríi í Grikklandi og vera núna komin heim.

Íbúðin sem við búum í er líka ótrúlega fín og okkur leið strax mjög vel hérna. Við töluðum bæði um það hvað okkur leið vel fyrstu nóttina. Þegar flutningar eru jafn tíðir og hjá okkur þá er ótrúlega mikilvægt að fá íbúð sem okkur líður vel í. Ég var að telja það að gamni mínu og þetta er 14. íbúðin sem við búum í á aðeins 8 árum!! Það er kanski ástæðan fyrir því að undafarið ár eða svo hef ég verið að vakna stundum á nóttinni og veit ekki hvar ég er í heiminum!! Þetta er ein versta tilfinning sem ég fæ og ég veit heldur ekki hver Hörður er. Ég er þá sofandi og svakalega rugluð, það er ekki fyrr en ég byrja að vakna að ég átta mig á hvar ég er. Stundum tekur það smá tíma. Ég hef reyndar alltaf talað og gengið í svefni en þetta er mun verra.

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók hérna í nýja bænum okkar í Tékklandi.

12177868_10154326066794148_1281484414_n

12177906_10154326066629148_822128727_n

12177993_10154326066419148_26048653_n

12178175_10154326066529148_1332181377_n

12179145_10154326067279148_1945180903_n

12179341_10154326066369148_715876775_n

12179406_10154326067174148_188839223_n

 12180013_10154326066959148_983042656_n

12181889_10154326066929148_1879019902_n

12182156_10154326066854148_607270492_n

12188314_10154326066659148_549481269_n

12188432_10154326066229148_2114353629_n

12179582_10154326065979148_1886145317_n

Hérna er svo krúttlega húsið okkar og vel merkti bílinn sem við keyrum um bæinn á!

Gríska lífið

Þessi póstur átti að koma inn í vikunni! En þar sem ég er svo hrikalega upptekin að læra grísku og njóta þá kemur hann inn í dag.

Seinasta sunnudag áttum við loksins heilan dag í frí saman. Hörður er búinn að æfa mikið og þar sem það er undirbúningstímabil akkurat núna þá eru mikið um ferðalög, æfingar og leiki.

Sólin skein og mælirinn sýndi 25 gráður. Við nýttum því tækifærið og heimsóttum hótel hérna í bænum okkar. Útsýnið þar er ótrúlega fallegt. Sundlaugin við hótelið liggur þannig að útsýnið er allt fyrir framan mann. Ótrúlega fallegt og rólegt þarna. Við vorum samt sem áður einu gestirnir sem nýttum okkur laugina! Sannir Íslendingar rifum við okkur úr fötunum og létum sólina gefa okkur smá lit. Á meðan voru aðrir gestir hótelsins og veitingastaðarins full klæddir! Sumir komu janfvel í léttum jökkum og síðbuxum og þarna vorum við, við sundlaugina á bikiní-inu! Það var samt ótrúlega notalegt og við létum sem við tækjum ekkert eftir augnaráðinu sem við fengum frá flestum!

IMG_2666

IMG_2672

IMG_2670

IMG_2809

IMG_2675

IMG_2677

Góðan daginn!

Á leið minni í miðbæinn mætti ég þessu skemmtilega manni. Við mættumst, hann með verkfæratöskuna sína og ég rétt komin út frá heimilinu okkar hérna í Trikala. Hann bauð mér strax góðan daginn.. og restina skildi ég ekki. Ég reyndi að stöðva hann sem fyrst og spyrja hvort hann talaði nokkuð ensku. Maðurinn stoppar, reynir eins og hann getur að tala ensku og það tekst nokkur veginn!

Hann er mjög áhugasamur að vita hvaðan ég sé og ég reyni að útskýra Ísland fyrir honum. Þarf að draga upp símann til að sýna honum á korti hvar Ísland er staðsett. Hérna halda allir að við séum frá Írlandi. Þegar hann er að reyna spyrja mig hvað ég sé eiginlega að gera hérna og hann heyrir “basketball” baðar hann höndum og kallar á vin sinn sem er að vinna uppá þaki. Ég skil að hann er að segja honum að ég sé hérna með manninum mínum sem er að spila fyrir liðið í bænum þeirra. Þeir eru svakalega ánægðir með þetta allt saman. Hann segir mér hvað ég sé falleg og það hljóti bara að vera fallegar konur á Íslandi! Hann tekur í höndina á mér, kyssir á handarbakið og heldur leið sinni áfram.

IMG_2598

Þetta er eitthvað sem ég er alls ekki vön frá Þýskalandi. Þar eru allir frekar stífir og ef ég bað þá um að tala ensku þá var oftast fussað og hætt að tala. Hérna reyna allir að tala við mig hvar sem ég kem. Hvort sem það er í búðinni á horninu, apótekinu eða leigubílstjórarnir. Hérna eru allir frekar hressir og kátir. Ætli það sé ekki sólin? Mér finnst hún oft geta gert kraftaverk fyrir sálina.

Grikkland!

Síðan ég kom hingað út er ég búin að fá meiri löngun í það að byrja aftur að blogga. Ég fer samt fram og aftur með þessa ákvörðun mína. Einn daginn er ég svo tilbúin að byrja að skrifa aftur og þann næsta er áhuginn svo gott sem farinn. Mig langar samt að byrja smátt og setja inn myndir frá dögunum okkar hérna. Í dag eru hinsvegar svo margir miðlar komnir. Ég reyni að vera dugleg að setja inná Facebook, Instagram og SnapChat hvað við erum að gera. Allt eru þetta skemmtilegir miðlar en enginn þeirra eins og bloggið. Þeir segja svo takmarkað og meira aðeins til að sýna hvað lífið er fullkomið finnst mér oft. Svo á blogginu næ ég meira að koma hugsunum mínum í orð, hvort sem ég birti færslurnar eða ekki er svo annað mál.

Mig langar að byrja á að setja inn myndir frá hverjum degi, sama hversu merkilegt það kann að vera. Partur af því að ég hætti er að mér fannst við aldrei vera að gera nægilega merkilegt til að birta. Svo hversdagsleikinn fær að njóta sín meira og hann er aðeins öðruvísi hérna en heima á Íslandi. Svo ég vona að í þetta skitpið þá hætti ég ekki eftir nokkar færslur. Við skulum sjá hvernig þetta fer.

Bærinn sem við búum í hérna í Grikklandi heitir Trikala. Hann er staðsettur inní miðju landi, cirka þrjár klukkustundir frá Aþenu. Hér búa um 80.000 manns og er að mínu mati eins og lítil borg. Hérna er allt til alls og virkilega frábrugðið lífinu í litla bænum okkar í Þýskalandi. Grikkir elska að sitja tímunum saman að spjalla, drekka kaffið sitt og njóta. Það er allt mun afslappaðara hérna og opnunartími búðanna hérna er virkilega takmarkaður og ekki eins mikill og við höfum vanist á Íslandi.

Trikala

Það er komið langt frá seinustu færslu og mikið sem við höfum verið að gera síðan. Allt saman merkilegt á sinn hátt. Hlakka til að segja ykkur meira frá því hvernig sumarið okkar var og einnig frá lífinu hérna í Grikklandi.

Gran Canaria

Já eins og ég sagði í seinasta pósti að þá pantaði ég fyrir okkur kærkomið frí til Kanarí eyja. Ó hvað það var ljúft að sjá aðeins sólina, þurfa ekki að hugsa hvað á að elda, engar æfingar og bara njóta. Við vorum á frábæru hóteli sem er staðsett á Maspalomas svæðinu. Við vorum reyndar aðeins útúr og þurftum að taka leigubíl niður á strönd. Svo ég mæli alveg með hótelinu hvað varðar matinn, herbergin og allt saman en staðsetninginn er frekar útúr. Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni okkar.

 IMG_8264

IMG_8287

IMG_0555

IMG_0556

IMG_8208

 IMG_8211

IMG_0568

IMG_0593

IMG_0594

IMG_0595

IMG_8257

IMG_8258

IMG_8259

IMG_8260

IMG_8290

IMG_8291

IMG_8292

IMG_8271

IMG_8190

IMG_8191

 IMG_8193

IMG_8197

IMG_8198

IMG_8199

IMG_8200

IMG_8274

IMG_8243

IMG_8141

IMG_0593

IMG_0594

IMG_8162

IMG_8163

IMG_8164

IMG_8165

IMG_8166

IMG_8202

IMG_8212

IMG_8227

Frí

piscina-noche-hotel-dunas-mirador-maspalomas

fullÍ gær pantaði ég ferð fyrir mig og Hörð til Kanarí- eyja í byrjun Janúar! Hörður bjó þar þegar hann var 17. ára  og er alltaf að tala um hvað eyjan er flott svo nú er komið að mér að sjá hana. Myndirnar hér að ofan er hótelið okkar og Hörður þegar hann bjó á Kanarí-eyjum. Þessi mynd er tekin ári áður en við byrjum saman! Svaðalegur töffari!  Hörður fær smá frí í janúar eða í 6 daga, sem hefur aldrei gerst áður meðan við erum hérna úti. Við höfum í mesta lagi fengið 3-4 daga og þá rétt náð að hoppa heim í smá heimsókn. Þar sem Hörður kom beint hingað út í tímabilið eftir landsliðsverkefni síðasta sumar þá ákváðum við að panta í sólina í stað þess að fara heim. Við söknum fjölskyldunnar okkar rosalega og vonandi ná þau að koma í heimsókn til okkar. Ég get ekki beðið eftir að fara í nokkra daga í sólina, liggja við sundlaugarbakkann, tala smá spænsku og labba um ströndina. Bikiní-ið er á leiðinni frá H&M og ég á bara eftir að kaupa mér stráhatt! Ég elska hatta en Hörður er nú ekki alveg sammála mér með þetta hatta-æði mitt.

Jólin

10679540_10152567401465954_5757458767752121298_o

Þessa fallegu mynd setti liðið hans Harðar inná Facebook. Þarna eru nokkrir úr liðinu hans að gefa börnum á sjúkrahúsinu í bænum okkar gjafir fyrir jólin.  Þetta eru þriðju jólin okkar ekki heima. Við vorum fyrstu jólin okkar saman hérna í Weissenfels í Þýskalandi, önnur jólin voru haldin á Spáni og núna aftur hérna í Weissenfels. Ég hef aldrei verið mikið jólabarn en alltaf fundist þau mjög hátíðleg. Ég er að reyna að gera jólalegt hérna hjá okkur en þetta er í fyrsta skiptið sem ég væri virkilega til í að vera heima. Njótið þess að vera með ástvinum ykkar um jólin, það eru þessir litu hlutir sem ég sakna mest.